Darwin fékk þúsundir atkvæða

Charles Darwin hlaut á fimmta þúsund atkvæða þó látinn væri …
Charles Darwin hlaut á fimmta þúsund atkvæða þó látinn væri fyrir 130 árum. .

Charles Darwin, sem setti fram þróunarkenninguna á 19. öld, fékk á fimmta þúsund atkvæða í kosningum til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem fram fóru samhliða forsetakosningunum í vikunni.

Þetta átti sér stað í Athens-Clark sýslu í Georgíuríki í Bandaríkjunum sunnanverðum. Formlega séð var aðeins einn maður í framboði, repúblikaninn Paul Broun, sem sóttist eftir endurkjöri. Hann er í teboðshópnum og þekktur fyrir trú sína á að Guð hafi skapað jörðina á sjö dögum og voru það andstæðingar hans og þeirra sjónarmiða sem tóku sig til að settu nafn Darwins, sem lést árið 1882, á atkvæðaseðilinn.

Í kosningabaráttunni lét Broun þau orð falla um þróunarkenningu Darwins að hún væri frá heljum komin. Sú yfirlýsing varð til þess að líffræðingur við Georgíuháskóla, Jim Leebens-Mack, hratt af stað fésbókarsíðu þar sem hvatt var til kjörs Darwins í fulltrúadeildina.

Atkvæðatala Darwins var ekki birt í opinberum úrslitum kosninganna þar sem hann var ekki skráður viðurkenndur frambjóðandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert