Læknar án landamæra í New York

Íbúar New York borgar glíma enn við eftirköst ofsaveðursins sem gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna seint í síðasta mánuði. Til að létta undir settu Læknar án landamæra (f. Médecins Sans Frontières) upp neyðarskýli þar sem hlúð er að sárum og þeim gefin lyf.

Þetta er í fyrsta skipti sem Læknar án landamæra fara í verkefni innan Bandaríkjanna. Meðal annars hefur verið sett upp læknadeild í þvottahúsi í Queens, þar sem læknar, hjúkrunarfólk og læknanemar aðstoða íbúa hverfisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert