Obama lýstur sigurvegari í Flórída

Barack Obama fagnar sigri.
Barack Obama fagnar sigri. JEWEL SAMAD

Búið er að staðfesta endanlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sigraði Mitt Romney í Flórída. Hann fékk 49,92% atkvæða en Romney 49,22%.

Þetta þýðir að Obama fékk 332 kjörmenn en Romney 206. Fimm daga tók að ljúka talningu í Flórída.

Samkvæmt tölum sem dómsmálaráðuneytið í Flórída birti í dag fékk Obama 4.236.032 atkvæði af þeim 8.471.095 sem greidd voru. Obama fékk 73.858 fleiri atkvæði en Romney. Ef munurinn hefði verið 0,5 prósentustig hefði það þýtt, samkvæmt reglum um talningu, að endurtelja hefði þurft öll atkvæðin, en munurinn var hins vegar 0,7 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert