„Hann er mjög vinalegur maður“

John Allen, David Petraeus og Leon Panetta
John Allen, David Petraeus og Leon Panetta AFP

Börkur Gunnarsson, blaðamaður og kvikmyndaleikstjóri, starfaði sem upplýsingafulltrúi hjá Atlantshafsbandalaginu, NATO, í Írak og síðar í Afganistan. Hann kynntist David Petraeus vel, einkum í Írak þar sem hershöfðinginn stýrði þjálfunaráætlunum. Síðar var Petraeus settur yfir allt alþjóðaherliðið og er honum þakkað að mönnum tókst loks að snúa vörn í sókn og yfirbuga að mestu uppreisnaröflin í Írak.

„Hann er mjög vinalegur maður og kom vel fyrir, hámenntaður og flottur,“ segir Börkur. „Við náðum vel saman, við unnum mikið saman í Írak og ég var á öllum fundum hans með fulltrúum NATO á staðnum.

Hann náði vel til írösku hershöfðingjanna, þeir bókstaflega elskuðu hann. Það skýrir að hluta til hvað hann náði góðum árangri, Bandaríkjamenn segja að hann hafi unnið Íraksstríðið. Hann ávann sér traust súnnímúslímanna [sem eru minnihluti íbúanna en réðu mestu í tíð Saddams Husseins. Mbl.]. Svo fór að hann vopnaði þá og þeir losuðu sig sjálfir við al-Qaeda-mennina sem börðust gegn alþjóðahernum.“

Börkur Gunnarsson
Börkur Gunnarsson mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
Bókin sem Paula Broadwell' ritaði um David Petraeus
Bókin sem Paula Broadwell' ritaði um David Petraeus AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert