Ísraelsmenn drápu í dag Ahmed al-Jabari sem er yfirmaður hernaðararms Hamas, en Hamas fer með stjórn á Gasa-svæðinu.
Hamas hefur staðfest að Jabari hafi verið drepinn. Fjögur ár eru síðan Ísraelsmenn hafa drepið jafn háttsettan Hamas-liða.
Vitni segja að Jabari hafi verið á ferð í bíl sínum í Gasa-borg þegar bíllinn sprakk í loft upp. Samstarfsmaður hans lést einnig í sprengingunni.
Ísraelsmenn hafa sagt að að Jabari sé ábyrgur fyrir að fjármagna og stjórna hernaðaraðgerðum gegn Ísrael.
Fréttamaður BBC á Gasa segir að skothvellir heyrist víða um götur Gasa. Óttast sé að þessi atburður leiði til frekari ofbeldis.