Írsk stjórnvöld hafa sett af stað rannsókn á dauða rúmlega þrítugrar konu en henni hafði verið synjað um fóstureyðingu þrátt fyrir að veruleg hætta væri á að hún myndi ekki lifa meðgönguna af.
Savita Halappanavar, 31 árs, óskaði eftir því að fá að fara í fóstureyðingu þar sem hún var mjög kvalin í baki og hafði oft misst fóstur, að sögn fjölskyldu hennar.
Eiginmaður hennar segir að neitunin hafi byggt á því að Írland væri kaþólskt ríki og að fóstrið væri enn á lífi en hún var komin sautján vikur á leið þegar henni var neitað. Hann segir í samtali við Irish Times að hann sé hvorki af írskum uppruna né kaþólskur en það hafi ekki breytt ákvörðun lækna. Eiginkona hans lést úr blóðeitrun 28. október sl.
Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu kemur fram að ekki sé hafin rannsókn á andláti konunnar en fjölskyldan er á Indlandi þar sem útför hennar fór fram en fjölskyldan kemur frá Indlandi.