Segir Allen njóta stuðnings stjórnvalda

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Leon Panetta, hefur lýst yfir stuðningi við yfirmann Bandaríkjahers í Afganistan, John Allen. Segir Panetta Allen njóta fyllsta stuðnings stjórnvalda.

Bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú hlut Allens í hneykslismáli sem skekur leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, en FBI hefur undir höndum 20.000-30.000 blaðsíður af tölvupóstsamskiptum milli Allens og Jill Kelley, konunnar sem fékk hótunarbréf frá Paulu Broadwell, hjákonu og ævisagnaritara Petraeus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka