Í miðju mótmæla á Vesturbakkanum

Harðnandi átök eru nú á milli Palestínumanna og Ísraelsmanna. Agnes Valdimarsdóttir er stödd í Palestínu og fylgdist með mótmælum Palestínumanna í Jeríkó á Vesturbakka Palestínu í gærmorgun þar sem upp úr sauð og ísraelskir hermenn beittu táragassprengjum á mótmælendur.  

Um eitt þúsund Palestínumenn og aðgerðasinnar höfðu safnast saman og lögðu leið sína í átt að yfirráðasvæði Ísraelsmanna. Mótmælin voru partur af áralangri baráttu Palestínumanna fyrir sjálfstæði sínu og endurheimt á því landi sem þeir telja sitt. 


Mótmælin byrjuðu friðsamlega en þó áttu sér stað einhverjar stimpingar milli Palestínumanna og hermannanna. Friðurinn entist þó ekki lengi því ísraelskir hermenn vörpuðu táragassprengjum gegn mótmælendunum sem svöruðu með því að varpa grjóti á móti. Tveir voru færðir með sjúkrabíl til aðhlynningar en voru ekki alvarlega særðir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka