Romney: Obama jós gjöfum

Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 6. nóvember.
Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 6. nóvember. AFP

Mitt Rom­ney, sem laut í lægra haldi fyr­ir Barack Obama Banda­ríkja­for­seta í for­seta­kosn­ing­un­um í síðustu viku, seg­ir Obama hafa unnið kosn­ing­arn­ar vegna þess að hann „jós gjöf­um“ yfir kon­ur, Banda­ríkja­menn af afr­ísk­um upp­runa og spænsku­mæl­andi kjós­end­ur.

Um­mæl­in lét Rom­ney falla í tengsl­um við umræðu inn­an Re­públi­kana­flokks­ins um að flokk­ur­inn þurfi að ná bet­ur til kvenna og ým­issa minni­hluta­hópa.

Með gjöf­um átti Rom­ney meðal ann­ars við aðgang kvenna að ókeyp­is getnaðar­vörn­um og þær áhersl­ur sem Obama hef­ur lagt á að all­ir hafi aðgang að heil­brigðisþjón­ustu. „Ókeyp­is heilsu­gæsla skipt­ir Banda­ríkja­menn af suður-am­er­ísk­um upp­runa miklu máli,“ sagði Rom­ney.

Rom­ney naut meiri hylli en Obama á meðal eldri kjós­enda og hjá hvít­um Banda­ríkja­mönn­um, en hann fékk 59% at­kvæða þeirra.

Minni­hluta­hóp­ar flykktu sér um Obama, hann fékk 93% at­kvæða þeldökkra Banda­ríkja­manna, 71% þeirra sem eru af suður-am­er­ísk­um upp­runa og 72% at­kvæða Banda­ríkja­manna af asísk­um upp­runa. Kosn­ingaþátt­taka fólk í ýms­um minni­hluta­hóp­um hef­ur vaxið jafnt og þétt á und­an­förn­um árum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka