Rannsaka Petraeus

Merki bandarísku leyniþjónustunnar, CIA
Merki bandarísku leyniþjónustunnar, CIA AFP

Bandaríska leyniþjónustan hefur hafið formlega rannsókn á hegðun fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar David Petraeus, sem sagði af sér fyrir viku síðan eftir að upp komst um ástarsamband hans við ævisöguritara hans.

Talsmaður CIA segir að rannsókninni sé ætlað að leiða í ljós ef það er eitthvað athugavert við störf hans.

Ástkona Petraeus, Paula Broadwell,  hafði undir höndum leyniupplýsingar en þau neita því bæði að þær upplýsingar hafi komið frá honum, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins.

Petraeus mun síðar í dag bera vitni í bandaríska þinginu um árás á sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu í september.

Í viðtali við CNN í gær sagði Petraeus að hann hafi ekki gefið fyrrum ástkonu sinni neinar leyniupplýsingar. Hann sagðist hafa sagt af sér vegna sambands þeirra ekki vegna árásarinnar á sendiherrann í Líbíu fyrir tveimur mánuðum. Fjórir Bandaríkjamenn létust í árásinni sem var gerð á ræðismannsbústaðinn í Benghazi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert