Rífa þarf hús í kjölfar Sandy

Frá Queens hverfi í New York.
Frá Queens hverfi í New York. AFP

Mörg hundruð hús og íbúðir í hverfunum Queens, Brooklyn og Staten Island í New York hafa verið úrskurðuð óhæf til búsetu eftir að óveðurslægðin Sandy fór þar yfir í síðasta mánuði og verða þau rifin á næstu vikum.

Sum húsanna hafa gengið í arf í nokkrar kynslóðir.

Íbúar New York eru enn að takast á við afleiðingar Sandy. Eldsneyti er enn skammtað og um einn þriðji allra bensínstöðvar í New York og New Jersey er enn lokaður. Það gæti valdið ýmsum vanda, því einn helsti ferðadagur Bandaríkjamanna, Þakkargjörðarhátíðin, er á fimmtudaginn.

Eldsneyti er enn skammtað og um einn þriðji allra bensínstöðvar …
Eldsneyti er enn skammtað og um einn þriðji allra bensínstöðvar í New York og New Jersey eru enn lokaðar. Íbúar fá úthlutað tilteknum dögum til að kaupa eldsneyti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka