Ástkonan er miður sín

Paula Broadwell, sem átti í ástarsambandi við David Petraeus fyrr á þessu ári, er niðurbrotin og uppfull af skömm yfir því sem gerst hefur eftir að framhjáhaldið komst upp.

Stephen Kranz, bróðir Broadwell, tjáði sig við tímaritið People um líðan systur sinnar. Paula Broadwell og eiginmaður hennar, Scott, hafa dvalið á heimili hans síðustu daga, en sneru heim til sín í gær.

„Hún er niðurbrotin yfir því sem gerst hefur,“ segir Kranz. „Hún finnur til sektar og er uppfull af skömm yfir því sem hún gerði. Hún afar leið yfir þeim sársauka sem hún hefur valdið eiginmanni sínum, fjölskyldu sinni og fjölskyldu Petraeus. Hún viðurkennir að hún ber ábyrgð á gjörðum sínum og veit að hún gerði mistök.“

Kranz segir að systir sín einbeiti sér nú að fjölskyldu sinni, eiginmanni og því að verja börn þeirra fyrir áhrifum af þessu máli.

Petraeus neyddist til að segja af sér sem yfirmaður CIA eftir að upp komst um framhjáhaldið. Rannsókn á því hvers vegna Broadwell var með leynileg gögn í tölvu sinni stendur enn yfir.

David Petraeus og Paula Broadwell.
David Petraeus og Paula Broadwell. HO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert