Varar við hömlum á fjölmiðla

„Samband fjölmiðla og stjórnmálamanna var orðið of náið. Ríkisstjórn mín er sú fyrsta í sögunni sem hefur gert opinber samskipti sín við eigendur fjölmiðla.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, á breska þinginu í dag.

Þar gerði Cameron grein fyrir afstöðu sinni til skýrslu Leveson-nefndarinnar svokölluðu sem kynnt var í dag. Í skýrslunni er fjallað um vinnubrögð og siðferði í breskum fjölmiðlum og var nokkur áhersla lögð á vinnubrögð á fjölmiðlum í eigu Ruperts Murdochs.

Cameron sagðist sammála því sem kom fram í máli Brians Leveson lávarðar og dómara, formanns Leveson-nefndarinnar, um að þær tillögur sem þegar hafa komið fram um að fjölmiðlar setji sér eigin reglur og viðmið gangi ekki nægilega langt. 

„En ég vara við hverri þeirri löggjöf sem gæti hindrað frjálsa fjölmiðlun,“ sagði forsætisráðherrann.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP
Brian Leveson formaður nefndarinnar sem við hann er kennd, kynnti …
Brian Leveson formaður nefndarinnar sem við hann er kennd, kynnti skýrslu um vinnubrögð og siðferði í breskum fjölmiðlum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert