Segjast vita um vopn Sýrlendinga

Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands.
Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrklands. AFP

Tyrkir vita hvar Sýrlendingar geyma eldflaugar sínar og hversu margar þær eru. Þetta sagði utanríkisráðherra Tyrklands, Ahmet Davutoglu, í dag. NATO samþykkti í gær beiðni Tyrkja um að fá að koma fyrir Patriot-eldflaugavarnakerfi við landamærin að Sýrlandi.

„Assad á um það bil 700 flugskeyti. Nú vitum við nákvæmlega hvar þau eru staðsett og hver hefur umsjón með þeim,“ sagði Davutoglu í viðtali við tyrkneskt dagblað. 

Hann sagði að alþjóðasamfélagið óttaðist að Sýrlandsher myndi ráðast inn í nágrannaríkin, sér í lagi Tyrkland, en stjórnvöld þar hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni að Assad Sýrlandsforseti ætti að fara frá völdum hið fyrsta.

Ekki hefur verið ákveðið hversu umfangsmikið eldflaugavarnarkerfi Tyrkja verður eða nákvæm útfærsla á því.

Frétt mbl.is: Tyrkir setja upp varnarkerfi gegn Sýrlendingum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka