Silvio Berlusconi batt í dag endi á margra vikna vangaveltur og tilkynnti, að hann myndi sækjast á ný eftir að verða forsætisráðherra Ítalíu, en úr því starfi var hann hrakinn í fyrra.
„Ég fer fram til að sigra, ég hef aldrei farið til keppni í íþróttum, í skóla og vinnu öðru vísi en ætla mér að sigra,“ sagði Berlusconi við blaðamenn í Milanello við Mílanó í dag.
Búist er við að kosningar fari fram á Ítalíu í mars eða apríl á næsta ári. Engin niðurstaða er þó fengin í því og heldur er ekkert samkomulag fyrir hendi um endurbætur á kosningalöggjöfinni sem almennt er talin óviðunandi.