Skaut móður sína mörgum skotum

Frá bænum Newtown í Connecticut.
Frá bænum Newtown í Connecticut. AFP

Dánardómstjóri í Connecticut segir að Adam Lanza hafi skotið móður sína mörgum skotum. Hann hafi svo skotið sjálfan sig í höfuðið er lögreglan var búin að umkringja skólann þar sem hann hafði drepið 20 börn. Þetta kemur m.a. fram í frétt AP-fréttastofunnar.

Barack Obama er á leið til smábæjarins Newtown þar sem voðaverkin áttu sér stað.

Í dag var kirkja rýmd en óttast var um öryggi þeirra sem þar voru að biðja fyrir fórnarlömbum skotárásarmannsins. Búið er að aflétta rýmingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka