Ekki reiður bara sorgmæddur

Eiginmaður skólastjórans í Sandy Hook barnaskólanum í Newtown í Connecticut segir að hann hafi í fyrstu verið reiður yfir því að konan hans hafi lagt sig í hættu en hún reyndi að stöðva fjöldamorðingjann á föstudaginn. Það kostaði hana lífið. 

Dawn Hochsprung, skólastjóri í Sandy Hook, var á fundi á föstudagsmorguninn þegar skothljóð heyrðust á gangi skólans. Alls létust tuttugu börn og sex starfsmenn skólans í árásinni. Hochsprung reyndi að stöðva för morðingjans en hann skaut hana til bana.

Eiginmaður hennar, George, segir í viðtali við CNN að tveir kennarar sem voru með konu hans á fundinum hafi nú farið yfir mað með honum hvað gerðist. „Það voru byssuhvellir, Einhver skaut á gluggann. Einhver kom inn, ekki inn á skrifstofuna heldur inn í bygginguna, í anddyri hennar og Dawn sagði okkur að fela okkur,“ hefur George eftir kennurunum.

Hochsprung og að minnsta kosti einn annar kennari fór út af skrifstofunni og reyndi að yfirbuga skotmanninn. George segir í viðtalinu við CNN að hann hafi í fyrstu reiðst því að Dawn hafi sett sjálfa sig í hættu en eftir að hafa rætt við kennara sem voru með henni þegar voðaverkin voru framin hafi reiðin hjaðnað enda hafi kona hans reynt að bjarga öðrum. En það hefði verið óhugsandi fyrir hana. Hann sé því ekki reiður lengur bara sorgmæddur.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka