Hópnauðgun í strætisvagni í Delhi

Indverskar konur í Nýju-Delhi mótmæla aðgerðarleysi vegna kynferðisofbeldis- og áreitni …
Indverskar konur í Nýju-Delhi mótmæla aðgerðarleysi vegna kynferðisofbeldis- og áreitni gegn konum. AFP

23 ára gamall háskólanemi liggur nú á sjúkrahúsi í Delhi, höfuðborg Indlands, eftir líkamsárás og hópnauðgun sem hún varð fyrir í strætisvagni. Unga konan var á ferð ásamt karlkyns vini sínum á sunnudagskvöldi þegar ráðist var á þau, fötin rifin utan af þeim, þau barin og hent út úr vagninum.

Bæði voru lögð inn á sjúkrahús og er konan sögð í lífshættu, að því er fram kemur á vef BBC. Delhi hefur stundum verið kölluð „nauðgunarhöfuðborg Indlands“, en hundruð nauðgana eru skráð í borginni á hverju ári. Fréttaritarar BBC í Delhi segja borgina geta verið erfiður staður fyrir konur, sem verði tíðum fyrir kynferðisáreiti á götum úti og nauðganir og mannrán séu algeng.

Konan og vinur hennar voru á leið heim úr bíói í verslunarmiðstöð í suðurhluta Delhi, að sögn lögreglu. Talið er að 6 til 7 karlmenn hafi ráðist á þau og herma fregnir að starfsmenn strætisvagnsins hafi verið þar á meðal.

„Tilfellum sem þessum fer fjölgandi í Delhi. Lögreglan og ríkisstjórnin verða að vera vakandi fyrir þessu,“ hefur BBC eftir Mamata Sharma, formanni stjórnskipaðrar nefndar um málefni kvenna í Indlandi. Í lok nóvember krafðist hæstiréttur Indlands þess að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða til að uppræta kynferðislega áreitni gagnvart konum.

Kynferðisáreitni samfélagsmein á Indlandi

Konur í Mumbai fylkja liði í kröfugöngu til að auka …
Konur í Mumbai fylkja liði í kröfugöngu til að auka meðvitund um kynbundið ofbeldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert