Vildi herma eftir Newtown-morðunum

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Enginn særðist þegar unglingspiltur skaut í allar áttir á heilsugæslustöð  í borginni Paysandu í Úrúgvæ á laugardaginn. Hann sagðist vera að líkja eftir voðaverkunum í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum á föstudaginn, þar sem 26 létust, þar af 20 börn.

Lögreglan á staðnum náði piltinum fljótlega og í fyrstu sagðist hann hafa ætlað að taka eigið líf með þessum hætti, en við nánari yfirheyrslur sagðist hann hafa ætlað að líkja eftir fjöldamorðunum í Newton. Hann hafði upphaflega skipulagt skothríðina í menntaskóla í borginni, en þar voru of fáir að hans mati og því fór hann á heilsugæslustöðina.

Samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar var pilturinn sendur á geðdeild sjúkrahúss til athugunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka