Obama vill banna hríðskotavopn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, vill að aftur verði lagt bann við sölu hríðskotavopna í Bandaríkjunum í kjölfar fjöldamorðanna sem voru framin í skóla í bænum Newtown í Connecticut í síðustu viku. Þetta segir talsmaður forsetans.

Jay Carney segir að forsetinn styðji hugmyndir öldungadeildarþingsmanns Demókrataflokksins, Dianne Feinstein, sem vill kynna frumvarp til laga þegar Bandaríkjaþing kemur saman í janúar, sem bannar sölu á hríðskotavopnum.

Þá segir Carney að Obama muni einnig íhuga takmarkanir á ákveðnum tegundum skotfæra og aðgerðir til að lagfæra gloppur sem geri mönnum kleift að kaupa og selja vopn á byssusýningum.

Líkt og fram hefur komið myrti Adam Lanza 20 börn og sex fullorðna í árásinni í Newtown.

Obama hefur áður lýst því yfir að hann styðji bann við hríðskotavopnum, en bann gegn þeim var í gildi til ársins 2004.

Þetta er aftur á móti í fyrsta sinn sem Obama greinir frá því að hann muni styðja ákveðnar aðgerðir í þeim efnum.

AFP
Frá árinu 2004 hefur verið hægt að kaupa hríðskotavopn, eða …
Frá árinu 2004 hefur verið hægt að kaupa hríðskotavopn, eða svokölluð „assault weapons“ í verslunum. AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka