Skólastarf hafið á ný

AFP

Kennsla hófst að nýju í Sandy Hook grunnskólanum í Newtown í Connecticut í dag. Skólinn hefur verið lokaður frá því fjöldamorð voru framin í skólanum á föstudagsmorgun.

Í gær var byrjað að jarðsetja þá 26 sem létust í skotárásinni en í gær fór fram útför tveggja sex ára gamalla drengja.

Mikil öryggisgæsla er í kringum skólann og ætluðu einhverjir foreldrar að halda börnum sínum heima í dag, segir í frétt á vef Chicago Tribune.

Um það bil 17.000 morð eru skráð í Bandaríkjunum á ári og um 70% þeirra eru framin með byssum. Þetta jafngildir því að á hverjum degi eru 80 Bandaríkjamenn skotnir til bana.

Nær önnur hver fjölskylda í Bandaríkjunum geymir að minnsta kosti eina byssu á heimilinu. Um helmingur sambandsríkjanna 50 hefur sett lög sem heimila byssueigendum að bera vopn sín á flestum almenningsstöðum.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert