Rannsókn á Strauss-Kahn haldið áfram

Dominique Strauss-Kahn
Dominique Strauss-Kahn AFP

Rannsókn á hlut fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, í vændishring verður ekki hætt líkt og verjendur hans höfðu farið fram á. Er þetta niðurstaða fransks dómstóls en beiðnin var tekin fyrir í morgun.

Það þýðir að saksóknarar munu áfram vinna að rannsókn á því hvort Strauss-Kahn og félagar hans hafi staðið fyrir fjölmörgum kynlífsveislum sem vændiskonur voru fengnar að mæta í.

Lögmenn Strauss-Kahn hafa ákveðið að áfrýja dómnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka