Kerry útnefndur í dag

John Kerry
John Kerry AFP

Bandaríkjaforseti, Barack Obama, mun síðar í dag útnefna öldungadeildarþingmanninn   John Kerry sem næsta utanríkisráðherra landsins. Hillary Clinton, sem hefur gegnt embættinu undanfarin fjögur ár, hefur tilkynnt opinberlega að hún láti af embætti þegar Obama sver embættiseið að nýju í næsta mánuði.

John Kerry er 69 ára gamall og hefur verið öldungadeildarþingmaður frá 1982. Hann hefur setið í utanríkismálanefnd þingsins og verið formaður nefndarinnar frá 2009 og er því þrautreyndur á sviði utanríkismála.

Kerry bauð sig fram gegn George W. Bush í forsetakosningunum árið 2004, en tapaði.

Upplýsingar um Kerry á Wikipedia

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka