Kerry útnefndur í dag

John Kerry
John Kerry AFP

Banda­ríkja­for­seti, Barack Obama, mun síðar í dag út­nefna öld­unga­deild­arþing­mann­inn   John Kerry sem næsta ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins. Hillary Cl­int­on, sem hef­ur gegnt embætt­inu und­an­far­in fjög­ur ár, hef­ur til­kynnt op­in­ber­lega að hún láti af embætti þegar Obama sver embættiseið að nýju í næsta mánuði.

John Kerry er 69 ára gam­all og hef­ur verið öld­unga­deild­arþingmaður frá 1982. Hann hef­ur setið í ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins og verið formaður nefnd­ar­inn­ar frá 2009 og er því þrautreynd­ur á sviði ut­an­rík­is­mála.

Kerry bauð sig fram gegn Geor­ge W. Bush í for­seta­kosn­ing­un­um árið 2004, en tapaði.

Upp­lýs­ing­ar um Kerry á Wikipedia

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka