Romney vildi ekki verða forseti

Mitt Romney.
Mitt Romney. AFP

Eng­inn hafði hafði minni áhuga á því að ger­ast for­seti Banda­ríkj­anna en Mitt Rom­ney. Þetta sagði Tagg Rom­ney, son­ur for­setafram­bjóðand­ans Mitt Rom­ney, í viðtali sem birt­ist í banda­ríska dag­blaðinu Bost­on Globe í dag.

Í viðtal­inu út­skýr­ir Tagg að faðir hans hafi al­veg frá upp­hafi verið treg­ur til að bjóða sig fram til for­seta. Sem dæmi þá nefn­ir hann að Mitt Rom­ney hafi sagt fjöl­skyldu sinni frá því, eft­ir að hann tapaði í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins árið 2008, að hann myndi ekki bjóða sig fram aft­ur til for­seta, hins­veg­ar hafi Tagg Rom­ney sjálf­ur og Ann Rom­ney, eig­in­kona Mitt Rom­ney sann­fært hann um að skipta um skoðun og bjóða sig fram aft­ur í kosn­ing­un­um í ár.

„Hann hafði minni áhuga á því að ger­ast for­seti en nokk­ur ann­ar maður sem ég hef kynnst á æv­inni. Hann hafði eng­an áhuga ... á því að bjóða sig fram,“ sagði Tagg Rom­ney í viðtal­inu og bætti við: „Ef hann hefði getað fundið ein­hvern ann­an til að skipta við sig ... þá hefði glaður stigið til hliðar.“

Þá sagði Tagg Rom­ney einnig frá því í viðtal­inu að faðir hans væri af­skap­lega hlé­dræg­ur maður sem elskaði fjöl­skyldu sína heitt og vildi helst eyða tíma sín­um með henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka