Mynd 1 af 31Barack Obama forseti stingur upp í sig franskri kartöflu á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum á hamborgarastaðnum OMG í Míamí í Flórída í lok september. Matur hafði komið áður við sögu kosningabaráttunnar.AFP
Mynd 2 af 31Barack Obama í fangi Scott Van Duzer, eiganda veitingastaðarins Big Apple Pizza and Pasta í Flórída í heimsókn forsetans þangað 9. september. Uppátækið vakti mikla athygli. Hafði eigandi staðarins gerst svo djarfur að taka forseta Bandaríkjanna, valdamesta mann heims í fangið upp úr þurru eða var þetta sviðsett í þágu kosningabaráttunnar?AFP
Mynd 3 af 31Barack Obama dregur augað í pung í kjölfar brandara um fæðingastað sinn í árlegum kvöldverði í Hvíta húsinu þangað sem frægum leikurum og fjölmiðlafólki er boðið. Mikið var rætt um það í upphafi kosningabaráttunnar, nú og síðast, hvort að Obama væri raunverulega fæddur í Bandaríkjunum.AFP
Mynd 4 af 31Engri mynd hafði verið deilt jafn oft á Twitter og þeirri sem Barack Obama setti inn á samskiptasíðuna af sér og eiginkonunni Michelle eftir að ljóst var að hann hafði sigrað kosningarnar.AFP
Mynd 5 af 31Kosningabaráttan var vel á veg komin strax um páskana í apríl og Barack Obama lét sig ekki muna um að skella sér í nokkrar armbeygjur í hinni árlegu páskaeggjaleit við Hvíta húsið.AFP
Mynd 6 af 31Fjölskyldan sem var kosin til veru í Hvíta húsinu. AFP
Mynd 7 af 31Utanríkisráðherrann Hillary Clinton dásamaði sinn mann, Barack Obama, við hvert tækifæri í kosningabaráttunni. Hún hefur ekki hugsað sér að sitja mikið lengur á ráðherrastóli.AFP
Mynd 8 af 31Endalausir fundir. Endalausar samkomur. Mitt Romney messar yfir stuðingsmönnum sínum úr hópi fyrrverandi hermanna í Ohio, aðeins örfáum dögum fyrir kosningarnar.AFP
Mynd 9 af 31Kona og börnin. Barack Obama á úrslitakvöldi kosninganna ásamt eiginkonunni Michelle og dætrunum Söshu og Maliu, á samkomu í Illinois.AFP
Mynd 10 af 31Barack Obama og Michelle í faðmlögum daginn eftir að úrslit kosninganna voru orðin ljós.AFP
Mynd 11 af 31Sarah Obama, stjúpamma Baracks bregst við fréttum af því að barnabarnið hefði verið endurkjörið forseti Bandaríkjanna. Sarah býr í Kenía en þangað á forsetinn rætur sínar að rekja.AFP
Mynd 12 af 31Forsetafjölskyldan gengur frá borði forsetaflugvélarinnar daginn eftir að Barack Obama var endurkjörinn. AFP
Mynd 13 af 31Það liggur við að fréttir af endurkjöri Bandaríkjaforseta hafi verið jafnmikil stórfrétt á Indlandi og í Bandaríkjunum.AFP
Mynd 14 af 31Barack Obama á sér stuðingsmenn meðal fólks úr öllum stéttum og á öllum aldri.AFP
Mynd 15 af 31Indverski listamaðurinn Sudaran Pattnaik leggur lokahönd á risavaxið verk úr sandi af andliti Baracks Obama, stuttu eftir að hann var endurkjörinn.AFP
Mynd 16 af 31Indverski málarinn Jagjot Singh leggur lokahönd á málverk af Barack Obama sem hann sendi svo forsetanum sem gjöf með hamingjuóskum um endurkjörið.AFP
Mynd 17 af 31Bollakökur skreyttar með fánum á kosningadaginn.AFP
Mynd 18 af 31Það besta á enn eftir að gerast, sagði Obama er hann var endurkjörinn.AFP
Mynd 19 af 31Fólk flykktist út á götur New York og fylgdist með úrslitum kosninganna á risaskjá.AFP
Mynd 20 af 31Mitt Romney úr pappa.AFP
Mynd 21 af 31Barack Obama úr pappa.AFP
Mynd 22 af 31Mitt Romney kyssir eiginkonuna Ann rembingskossi skömmu eftir að hann játaði ósigur sinn í kosningunum.AFP
Mynd 23 af 31Búið spil.AFP
Mynd 24 af 31Leirstytta af Barack Obama, svokölluð „caganer“. Rík hefð er fyrir styttum af frægu fólki í þessum stellingum í Katalóníu á Spáni. Stytturnar tákna frjósemi, von og gæfu.AFP
Mynd 25 af 31Barack Obama á leið upp á svið á kosningafundi í menntaskóla í Ohio. Aðeins nokkrir dagar til stefnu.AFP
Mynd 26 af 31Barack Obama kjassar lítið barn á kosningafundi í lok október í Mississippi.AFP
Mynd 27 af 31Ha ha ha! Þrennar kappræður fóru fram á milli forsetaefnanna. Þær voru á kurteislegum nótum.AFP
Mynd 28 af 31Mitt Romney ræðir málin við barnabarn sitt, Miles, við fjölskyldukvöldverð í Flórída í lok október. Fréttamennirnir fylgdu honum hvert fótmál síðustu vikurnar.AFP
Mynd 29 af 31Mitt Romney heldur á barni sem virðist skelfingu lostið á kosningafundi í Springfield í Virginíu í lok september. Kannanir bentu á tímabili til að fylgið væri hnífjafnt með þeim Obama með kjósenda.AFP
Mynd 30 af 31Mitt Romney leikur við fimm börn sonar síns Josh um borð í flugvél sinni. Ein frægustu ummæli kosningabaráttunnar féllu á fjáröflunarfundi í Kaliforníu í lok september er Romney sagðist ekki skilja af hverju ekki mætti opna glugga á flugvélum í flugi. Hann sagði þetta brandara en margir töldu honum hafa verið fúlasta alvara.AFP
Mynd 31 af 31Mitt Romney heldur á barni í Lebanon, Ohio.AFP
Enginn hafði hafði minni áhuga á því að gerast forseti Bandaríkjanna en Mitt Romney. Þetta sagði Tagg Romney, sonur forsetaframbjóðandans Mitt Romney, í viðtali sem birtist í bandaríska dagblaðinu Boston Globe í dag.
Í viðtalinu útskýrir Tagg að faðir hans hafi alveg frá upphafi verið tregur til að bjóða sig fram til forseta. Sem dæmi þá nefnir hann að Mitt Romney hafi sagt fjölskyldu sinni frá því, eftir að hann tapaði í forvali Repúblikanaflokksins árið 2008, að hann myndi ekki bjóða sig fram aftur til forseta, hinsvegar hafi Tagg Romney sjálfur og Ann Romney, eiginkona Mitt Romney sannfært hann um að skipta um skoðun og bjóða sig fram aftur í kosningunum í ár.
„Hann hafði minni áhuga á því að gerast forseti en nokkur annar maður sem ég hef kynnst á ævinni. Hann hafði engan áhuga ... á því að bjóða sig fram,“ sagði Tagg Romney í viðtalinu og bætti við: „Ef hann hefði getað fundið einhvern annan til að skipta við sig ... þá hefði glaður stigið til hliðar.“
Þá sagði Tagg Romney einnig frá því í viðtalinu að faðir hans væri afskaplega hlédrægur maður sem elskaði fjölskyldu sína heitt og vildi helst eyða tíma sínum með henni.