Erlendar fréttamyndir ársins

Katrín hertogaynja í Kuala Lumpur í september. Hún var mikið …
Katrín hertogaynja í Kuala Lumpur í september. Hún var mikið í fréttum á árinu. AFP

Blóðug átök, flóð, fellibyljir og forsetakosningar. Árið 2012 hefur verið viðburðaríkt. Þetta er árið sem breska konungsfjölskyldan var í kastljósinu vegna margra og ólíkra atvika. Elísabet drottning fagnaði 60 ára valdaafmæli, Filippus prins veiktist, nektarmyndir birtust af barnabarninu Harry og síðar sjálfri hertogaynjunni, Katrínu. Hún og eiginmaðurinn Vilhjálmur ferðuðust um fyrrverandi nýlendur og sambandsríki í tilefni af valdaafmæli drottningar. Svo var greint frá því að Katrín væri ólétt. Meðgangan hefur hins vegar tekið á hertogaynjuna.

Með því að smella á renninginn hér að ofan má sjá ítarlega myndasyrpu frá helstu viðburðum ársins 2012.

Þetta var líka ár sviptinga á pólitíska sviðinu. Forsetaskipti urðu í Frakklandi. Forsetakosningar í Bandaríkjunum. Leiðtogaskipti í Kína. Ólga í stjórnmálunum í Grikklandi og Sýrlandi.

Á sama tíma og ríkisstjórnir hafa boðað niðurskurð hefur atvinnulausum í Evrópu fjölgað sem og víðar í heiminum. Kreppan beit á mörgum evrópskum heimilum þetta árið og hefur fjölgað um milljónir í hópi fátækra Evrópubúa. Skiptir þar engu hvort viðkomandi er barn að aldri eða eldri borgari, kreppan eirir engri kynslóð.

Sjá fréttaskýringu: Kreppan eirir engum

Uppreisnin í Sýrlandi hefur á þessu ári breyst úr kröftugum kröfugöngum á götum úti í blóðuga styrjöld. Áhrifa vopnaðra íslamista gætir - þvert á hugsjónir arabíska vorsins.

Sjá fréttaskýringu: Blóðslóð í kjölfar arabíska vorsins

En 2012 er líka árið þegar velheppnaðir Ólympíuleikar fóru fram í London og tónlistarmaður frá fjarlægu landi sló nánast öll met sem hægt er að slá.

Sjá fréttaskýringu: Raftækjarisi og róttækur rappari

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka