Vilja yfirheyra árásarmann vegna óleystra morðmála

Lögreglan á vettvangi.
Lögreglan á vettvangi. AFP

Franska lögreglan vill fá að yfirheyra Svisslendinginn sem myrti þrjár konur í heimabæ sínum í vikunni. Vill hún kanna hvort maðurinn tengist  óleystum morðmálum í Frakklandi, m.a. morðum á fjölskyldu í frönsku Ölpunum nú í haust. Í þeirri árás létust hjón og móðir eiginkonunnar. Dætur þeirra hjóna komust lífs af. Einnig var hjólreiðamaður myrtur.

Franska lögreglan hefur þegar komið beiðninni á framfæri við kollega sína í Sviss.

Maðurinn sem á við geðræn vandamál að stríða er einnig fíkniefnaneytandi. Hann hóf skothríð úti á götu, drap þrjár konur og særði tvo karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert