Ákærður fyrir brot gegn börnum

Breski sjónvarpsmaðurinn Stuart Hall.
Breski sjónvarpsmaðurinn Stuart Hall. AFP

Breski sjónvarpsmaðurinn Stuart Hall hefur verið ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt áreiti í 14 tilvikum. Hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað 22 ára gamalli konu árið 1976 en kynferðislega áreitið mun hafa átt sér stað á árunum 1967-1986 og beinst að tíu stúlkum á aldrinum 9-16 ára.

Hall, sem er 83 ára gamall, hefur neitað ásökununum en hann er fyrrverandi fréttaþulur og þáttastjórnandi hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Hann var enn starfandi hjá BBC þegar lögregla hóf rannsókn á kærum á hendur honum í lok síðasta árs og var þá vikið frá störfum á meðan rannsóknin stæði yfir.

Hall var handtekinn í gærmorgun af lögreglunni í Lancashire. Hann var í kjölfarið látinn laus gegn tryggingu en mál hans verður tekið fyrir hjá dómstólum 7. febrúar næstkomandi samkvæmt frétt Daily Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert