Enn deilt fjörutíu árum síðar

00:00
00:00

Stuðnings­menn fóst­ur­eyðinga og and­stæðing­ar þeirra tóku þátt í sam­kom­um víða um Banda­rík­in í gær til að minn­ast þess að fjöru­tíu ár eru liðin frá því hæstirétt­ur úr­sk­urðaði að kon­ur eigi rétt á að eyða fóstri, mál Roe gegn Wade.

Sam­kvæmt niður­stöðu hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna frá 22. janú­ar 1973 eiga kon­ur rétt á að láta eyða fóstri þar til það hef­ur náð þeim þroska að geta lifað sjálf­stæðu lífi utan lík­ama kon­unn­ar en það er áfangi sem fóst­ur ná yf­ir­leitt á 22-24 viku.

Úrsk­urður­inn er enn gíf­ur­lega um­deild­ur í Banda­ríkj­un­um og margoft hef­ur verið reynt að fá hon­um hnekkt eða þá að láta hæsta­rétt til þess að þrengja túlk­un sína.

Ráðlagt að ljúga til um þung­un

Í júní árið 1969 upp­götvaði Norma L. McCor­vey, þá 21 árs ein­stæð tveggja barna móðir að hún væri þunguð af sínu þriðja barni. Hún vildi ekki eign­ast barnið enda buðu aðstæður henn­ar ekki upp á að hún gæti veitt barn­inu viðun­andi heim­ilisaðstæður og var henni ráðlagt af vin­um að gefa rang­an vitn­is­b­urð um að henni hefði verið nauðgað. Því á þess­um tíma var lög­legt að fara í fóst­ur­eyðingu í Texasríki ef kon­unni hafði verið nauðgað eða ef þung­un­in ógnaði lífi henn­ar.

McCor­vey ákvað að reyna þetta en áætl­un­in féll hins veg­ar um sjálfa sig þar sem ekki var um neina lög­reglu­skýrslu að ræða um að henni hefði verið nauðgað. Hún ákvað því að fara á lækna­stofu sem fram­kvæmdi ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar í Dalls í Texas en það rann einnig út í sand­inn þar sem lög­regla hafði lokað lækna­stof­unni.

Árið 1970 ákváðu tveir lög­menn, Linda Cof­fee og Sarah Wedd­ingt­on, að taka mál McCor­vey að sér og höfuðu mál fyr­ir henn­ar hönd (und­ir dul­nefn­inu Jane Roe) fyr­ir héraðsdómi í Dallas gegn Texasríki. Auk Roe höfðaði lækn­ir­inn James Hall­ford mál en í máli þeirra kom fram gagn­rýni á lög rík­is­ins um að fóst­ur­eyðing­ar væru ólög­leg­ar nema þung­un­in væri til­kom­in vegna nauðgun­ar eða að þung­un­in gæti ógnað lífi móður. Töldu þau að lög­in væru ekki nægj­an­lega skýr og erfitt gæti verið að ákv­arða hvort viðkom­andi félli und­ir ákvæði lag­anna.

Málið endaði fyr­ir hæsta­rétti eft­ir að héraðsdóm­ur dæmdi Roe í vil og byggði niður­stöðu sína á ní­undu grein banda­rísku stjórn­ar­skrár­inn­ar.

Hæstirétt­ur úr­sk­urðaði (sjö gegn tveim­ur) þann 22. janú­ar 1973 að breyta ætti lög­um Texas en Henry Wade, sak­sókn­ari í  Dallas fór með málið fyr­ir hönd Texasrík­is. Niðurstaðan var því Roe (McCor­vey) í vil en ein­ung­is að hluta lækn­in­um í vil. Þann sama dag úr­sk­urðaði hæsta­rétt­ur jafn­framt að ríki gætu bannað fóst­ur­eyðing­ar á seinni hluta meðgöngu.

Sjö af hverj­um tíu sátt­ir við ákvörðun hæsta­rétt­ar

Í nýrri skoðana­könn­un sem NBC News/​Wall Street Journal létu gera kem­ur fram að 54% Banda­ríkja­manna eru hlynnt­ur fóst­ur­eyðing­um í flest­um ef ekki öll­um til­vik­um. Er þetta í fyrsta skipti sem meiri­hluti banda­rísku þjóðar­inn­ar er fylgj­andi fóst­ur­eyðing­um í flest­um ef ekki öll­um til­vik­um.

Sjö af hverj­um tíu eru and­snún­ir því að niður­stöðu Roe gegn Wade dóms­ins verði breytt, sam­kvæmt könn­un­inni.

Í gær og í dag er þess­ar­ar niður­stöðu hæsta­rétt­ar minnst víða í Banda­ríkj­un­um, bæði af stuðnings­mönn­um og and­stæðing­um fóst­ur­eyðinga en enn er tek­ist á um þetta deilu­mál í banda­rísk­um stjórn­mál­um.

Rétt­ur lífs­ins segja and­stæðing­ar en rétt­ur til frels­is segja stuðnings­menn

Fjöl­marg­ir re­públi­kan­ar telja að snúa eigi við dómi hæsta­rétt­ar frá 1973 og leggja tak­mark­an­ir á fóst­ur­eyðing­ar líkt og gert var fyrr á síðustu öld. Meðal ann­ars var Geor­ge W. Bush, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seti, á þeirri skoðun og rík­is­stjóri Kans­as, re­públi­kan­inn, Sam Brown­back, hef­ur und­an­far­in ár bar­ist fyr­ir því að í Kans­as verði regl­ur hert­ar varðandi rétt á fóst­ur­eyðing­um.

Hann seg­ir þetta snú­ast um rétt­inn til lífs og hann muni ekki gef­ast upp fyrr en all­ir fái sama rétt til þess að lifa. And­stæðing­ar fóst­ur­eyðinga hafa sett Browncback í for­sæti bar­áttu sinn­ar enda hef­ur hann náð fram ýms­um breyt­ing­um á fóst­ur­eyðing­ar­lög­gjöf­inni í Kans­as þau tvö ár sem hann hef­ur gegnt starfi rík­is­stjóra.

En for­seti Banda­ríkj­anna Barack Obama er ekki á sömu skoðun ólíkt Mitt Rom­ney, sem var fram­bjóðandi Re­públi­kana­flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um í fyrra. Í til­efni af fjör­tíu ár eru liðin frá úr­sk­urði hæsta­rétt­ar sagði hann að nú væri tæki­færi til þess að end­ur­nýja stuðning­inn við rétt kvenna til að fara í fóst­ur­eyðingu. Vernda þurfi heilsu og frelsi banda­rískra kvenna og þau grund­vall­ar­sjón­ar­mið að ríkið eigi ekki að grípa inn í innstu mál­efni fjöl­skyldna og að kon­ur eigi rétt á að taka sjálf­ar ákv­arðanir varðandi lík­ama sinn og heilsu.

Um­fjöll­un AP

Um­fjöll­un BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert