Voru með starfsemi í Noregi

Hryðjuverkahópurinn, sem stóð á bak við árás á gashreinsistöðina In …
Hryðjuverkahópurinn, sem stóð á bak við árás á gashreinsistöðina In Amenas í Alsír í síðustu viku var með starfsemi í Noregi. AFP

Hryðjuverkahópurinn, sem stóð á bak við árás á gasvinnslustöðina In Amenas í Alsír í síðustu viku var með starfsemi í Noregi. Enn er fimm Norðmanna, starfsmanna Statoil saknað, en þeir voru teknir sem gíslar í árásinni.

Hópurinn sem gerði árásina er í tengslum við al-Qaida og er undir forystu Mokhtar Belmokhtars, sem einnig er nefndur „Eineygði íslamistinn“. Hans er nú ákaft leitað, meðal annars af bandarísku leyniþjónustunni, en talið er að hann haldi sig í norðurhluta Malí.

Samkvæmt umfjöllun norska blaðsins Aftenposten í dag vissi norska öryggislögreglan af hryðjuverkamönnunum í landinu og hefur fylgst grannt með þeim. Samtökin hafa starfað í Noregi í a.m.k. átta ár, en fyrst var vitað af þeim árið 2005, þegar þrír Alsíringar voru handteknir á Ítalíu vegna gruns um hryðjuverkastarfsemi, en þeir voru þá á leið til Noregs.

Tveir mannanna höfðu áður verið undir miklu eftirliti í Noregi. Annar þeirra hefur verið í búðum hryðjuverkamanna í Afganistan, Georgíu og Tsjetsjeníu. Þeir eru nú í fangelsi á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert