Samgöngur lamaðar vegna verkfalls

AFP

Verkföll lama almenningssamgöngur í höfuðborg Grikklands, Aþenu, en lögregla reyndi að brjóta á bak aftur verkfall starfsmanna jarðlestakerfis borgarinnar.

Handtók lögregla nokkra starfsmenn jarðlestanna í morgun en þeir voru í setuverkfalli á járnbrautarstöð í borginni.

Ríkisstjórn Grikklands nýtti sér ákvæð neyðarlaga þar sem heimilt er að handtaka þá sem taka þátt í verkfallinu ef þeir neita að mæta til vinnu. Ástæða verkfallsins eru fyrirhugaðar launalækkanir en starfsmenn segja að þær geti þýtt allt að 25% launaskerðingu.

Verkfallið hefur staðið yfir í níu daga en jarðlestarkerfi borgarinnar hefur verið lamað þann tíma. Talið er að um 1,1 milljón borgarbúa nýti sér almenningssamgöngur í borginni á hverjum degi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert