Strauss-Kahn hafði öðrum hnöppum að hneppa

Svallveislurnar fóru meðal annars fram á Carlton hótelinu í Lille
Svallveislurnar fóru meðal annars fram á Carlton hótelinu í Lille AFP

Belgískur vændissali, sem er ásamt Dominique Strauss-Kahn fyrrverandi forstjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, til rannsóknar fyrir að hafa útvegað vændiskonur í svallveislur, segir að Strauss-Kahn sé hafður fyrir rangri sök. 

Ég tel að miðað við störf hans hjá AGS hafi hann haft eitthvað annað að gera en að skipuleggja kynsvall,“ segir Dominique Alderweireld, sem er með dóm á bakinu fyrir vændissölu. Viðtal við hann var birt á Canal Plus sjónvarpsstöðinni.

Í gær kom vændiskona fyrir dóminn í Lille í Frakklandi þar sem mál gegn Strauss-Kahn og fleirum er fyrir rétti. Strauss-Kahn viðurkennir að hafa mætt í svallveislur bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum en segist ekki hafa vitað af því að konurnar sem tóku þátt hafi verið vændiskonur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka