Andlát fjögurra Norðmanna staðfest

Norska olíu- og gasfyrirtækið Statoil hefur staðfest að fjórir Norðmenn hafi látist í gíslatökunni í In Amenas gasvinnslu í Alsír fyrr í mánuðinum.

Í tilkynningu frá Statoil kemur fram að staðfest hafi verið að Alf Vik, 43 ára frá Grimstad, hafi látist er íslamskir vígamenn tóku fjölmarga starfsmenn gasvinnslunnar í gíslingu.

Í gær var staðfest að þeir Hans M. Bjone, 55 ára búsettur í Brandbu, Tore Bech, 58 ára búsettur í Bergen, og Thomas Snekkevik, 35 ára búsettur í Austrheim/Bergen, hafi látist en eins norsks starfsmanna Statoil er enn saknað eftir hryðjuverkaárásina sem hóst hinn 16. janúar.

Samkvæmt upplýsingum frá norska utanríkisráðuneytinu er afar ólíklegt að fjórði maðurinn finnist á lífi.

Umfjöllun Aftenposten

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert