Dauði fimmta Norðmannsins staðfestur

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs sést hér skoða töluvpóst í síma …
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs sést hér skoða töluvpóst í síma sínum á meðan hann fylgist með blaðamannafundi þar sem Helge Lund, forstjóri Statoil, ræddi við fréttamenn. AFP

Norska olíu- og gasfyrirtækið Statoil hefur staðfest að fimmti starfsmaður þeirra í Alsír hafi verið myrtur í mannráninu fyrr í mánuðinum. Það þýðir að allir Norðmennirnir fimm sem var saknað eru látnir.

Helge Lund, forstjóri Statoil, segir að þessar sorgarfregnir hafi borist í dag. Maðurinn, Victor Sneberg, stýrði starfsemi Statoil í Alsír. Líkt og fram hefur komið tóku íslamskir vígamenn fjölmarga starfsmenn gasvinnslunnar In Amenas sem rekin er af Statoil, BP og ríkisorkufyrirtæki Alsír fyrr í mánuðinum.

Sneberg, 56 ára, var sá síðasti af Norðmönnunum sem saknað var en staðfest var í síðustu viku að hinir fjórir höfðu látist. Ekki hefur komið fram hvernig dauða þeirra bar að.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert