Innilokaður í Timbúktú

Jón Björgvinsson fréttamaður er staddur í Timbúktú í Malí þar sem stríðsástand hefur ríkt á síðustu vikum. Hann segir borgarbúa uggandi yfir því að franski herinn sé á förum frá borginni eftir að hafa hrakið herskáa íslamista á brott en þeir höfðu beitt innfædda miklu harðræði undanfarna mánuði.

Meginmarkmið Íslamistanna segir Jón virðist vera að vernda leiðir sem smyglarar og glæpamenn fari um gríðarstórt landsvæðið en mikið kókaín er ferjað í gegnum um svæðið á leið sinni til Evrópu. 

Jón segist vera á förum frá borginni þó að það sé ýmsum hindrunum háð þar sem borgin er einangruð og ferjur sem fari yfir ána Níger séu allar fullbókaðar við að ferja franska liðsaflann á brott. Hann segir jafnframt að ekki sé hægt að fara til norðurs þar sem glæpamenn ráði ríkjum og mannrán séu tíð.

Mbl.is ræddi við Jón um ástandið í borginni og sína stöðu þar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert