Otaði hnífi að nemanda

AFP

Gyðing­ar í frönsku borg­inni Tou­lou­se voru óþyrmi­lega minnt­ir á skelfi­leg­an at­b­urð á síðasta ári fyr­ir utan Ohr Torah-skól­ann síðdeg­is í gær þegar kona otaði hnífi að nem­anda skól­ans. Fyr­ir tæpu ári skaut Mohamed Merah fjóra, einn kenn­ara og þrjú börn, til bana fyr­ir utan skól­ann.

Nem­andinn náði að flýja inn í skól­ann í gær og í ljós kom að kon­an á við geðræn vanda­mál að stríða og hef­ur oft kom­ist í kast við lög­in.

„Ótt­inn er alls staðar,“ seg­ir Arie Ben­sem­houn, stjórn­ar­formaður gyðinga­sam­fé­lags­ins í Tou­lou­se. „Með hverj­um deg­in­um sem líður sjá­um við það bet­ur að Mohamed Merah er ekki sá eini.“

Merah skaut sjö til bana á átta dög­um í Tou­lou­se áður en hann lést í umsátri lög­reglu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert