Hörð átök í Malí

Franskir hermenn gráir fyrir járnum í bænum Gao.
Franskir hermenn gráir fyrir járnum í bænum Gao. AFP

Harðir skot­b­ar­dag­ar hafa geisað í dag milli malískra her­manna og íslamskra skæru­liða á göt­um bæj­ar­ins Gao í norður­hluta lands­ins.

Frétta­rit­ari BBC sem er á staðnum seg­ir að bar­dag­arn­ir hafi haf­ist við lög­reglu­stöðina í bæn­um en hafi svo breiðst út.

Í gær sprengdi sjálfs­morðsárás­armaður sig í loft upp í bæn­um.

Fransk­ir og malísk­ir her­menn náðu bæn­um Gao á sitt vald fyr­ir um tveim­ur vik­um en hann hafði þá verið und­ir yf­ir­ráðum íslam­ist­anna.

Öryggi hef­ur síðan þá verið hert í bæn­um. Íslamsk­ar hreyf­ing­ar hafa hótað því að gera allt sem í þeirra valdi stend­ur til að ná Gao aft­ur á sitt vald. „Við ætl­um að ráðast gegn Frökk­un­um og þeirra banda­mönn­um,“ sagði m.a. í yf­ir­lýs­ingu frá ein­um hópn­um.

Frétta­rit­ari BBC seg­ir að árás­ar­menn­irn­ir keyri vopnaðir byss­um um bæ­inn á mótor­hjól­um. Hann seg­ir að íbú­ar haldi sig inn­an dyra og að ástandið sé mjög ótryggt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert