Stórtækum hernaðaraðgerðum lýkur í Malí

Malískur hermaður yfirheyrir borgara í Malí.
Malískur hermaður yfirheyrir borgara í Malí. AFP

Stórtækum hernaðaraðgerðir gegn íslömskum uppreisnarmönnum í norðurhluta Malí lýkur brátt að sögn Diangos Cissokos, forsætisráðherra landsins.

Þetta tilkynnti hann eftir fund með Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands, í París í dag. Hann fullyrti jafnframt að hermenn sem brotið hefðu gegn mannréttindum borgara myndu sæta ábyrgð fyrir gjörðir sínar. Gnótt fregna hefur borist af ofbeldi malískra hermanna á svæðinu.

Sagði hann jafnframt að ástandið liti mun betur út nú en fyrir nokkrum vikum. Franskar hersveitir hafa verið á svæðinu í nokkrar vikur. Þótt færri fregnir berist af miklum átökum er enn barist í landinu. Francois Hollande, forsætisráðherra Frakka, sagði á fréttamannafundi síðdegis að í það minnsta einn franskur hermaður hefði fallið í átökum í dag.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert