Hrossakjöt á dönskum pítsum

AFP

Dönsk yfirvöld ætla að kæra slátrara í landinu til lögreglunnar fyrir að selja hrossakjöt sem nautakjöt, m.a. í álegg til pítsastaða.

Yfirmaður rannsókna hjá danska Dýra- og matvælaeftirlitinu, Michael Rosenmark, segir í frétt AP-fréttastofunnar, að sýni sem tekin voru úr vörum Harby-sláturhússins skammt frá Árósum, hafi innihaldið blöndu af hrossakjöti, svínakjöti og nautakjöti.

Í frétt AP segir að slátrarinn segir að veitingahúsin hafi vitað að kjötið innihéldi m.a. hrossakjöt. Fyrrverandi starfsmaður sláturhússins segir hins vegar að viðskiptavinir þess hafi verið blekktir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert