Ikea hættir að selja fleiri rétti

Kjötbollurnar hafa verið eitt að aðalsmerkjum Ikea í gegnum tíðina.
Kjötbollurnar hafa verið eitt að aðalsmerkjum Ikea í gegnum tíðina. AFP

Ákveðið hefur verið að taka fleiri vörur frá Ikea úr sölu en fyrr í vikunni kom í ljós að hrossakjöt leyndist í kjötbollum fyrirtækisins.

Meðal annars verður hætt að selja pylsur í verslunum fyrirtækisins í Frakklandi, Spáni, Bretlandi, Írlandi og í Portúgal. Í Svíþjóð verður hætt að selja buff sem nefnast wallenbergare og pottrétti með nautakjöti.

Fyrr í vikunni tók Ikea úr sölu poka með frosnum kjötbollum og hætti að selja þær á veitingastöðum sínum í 25 löndum. Þrátt fyrir að ekki hafi fundist hrossakjöt í annarri matvöru en kjötbollunum þá hafi verið ákveðið að taka þær úr sölu þar sem framleiðandinn er sá hinn sami, Dafgårds.

Kjötbollurnar sem seldar á veitingastaðnum og frosnu kjötbollurnar í sænska matarhorninu hjá Ikea í Garðabæ eru íslensk framleiðsla frá Norðlenska á Húsavík.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert