Hrossakjöt rakið til Póllands

Kjötbollur úr Ikea er vinsælar meðal viðskiptavina fyrirtækisins.
Kjötbollur úr Ikea er vinsælar meðal viðskiptavina fyrirtækisins. AFP

Búið er að finna uppruna hrossakjöts sem fannst í IKEA-kjötbollum í Svíþjóð. Tekin voru um 1000 DNA-sýni og sýndi niðurstaða þeirra að uppruna kjötsins megi rekja til birgis í Póllandi.

Gunnar Dafgård, talsmaður IKEA, segir að enn sé ekki búið að finna hvar í keðjunni sökudólginn sé að finna. Hvort um sé að ræða sláturhúsið sjálft eða aðila sem þjónustuðu það. Engu að síður hafi verið tekinn ákvörðun um að hætta viðskiptum við birginn. 

Á milli 1 og 10% sýna sem tekin voru úr kjötbollum sem IKEA seldi í Svíþjóð innihélt hrossakjöt. Hefur fyrirtækið nú gripið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig. Meðal annars hefur innra eftirlit verið hert í fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka