Heilsu Chavez hrakar enn

00:00
00:00

Heilsa for­seta Venesúela, Hugo Chavez, hef­ur versnað en hann þjá­ist af nýj­um sýk­ing­um í kjöl­far krabba­meinsaðgerðar sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá rík­is­stjórn lands­ins.

Upp­lýs­inga­málaráðherra Venesúela, Er­nesto Vil­legas, seg­ir að ástand Chavez sé mjög al­var­legt en for­set­inn, sem er 58 ára að aldri, snéri heim í síðasta mánuði eft­ir að hafa farið í krabba­meinsmeðferð á Kúbu. Hann hef­ur ekki sést op­in­ber­lega síðan hann kom heim.

Á vef breska rík­is­út­varps­ins kem­ur fram að marg­ir þegn­ar hans krefj­ist þess að fá frek­ari upp­lýs­ing­ar um heilsu­far for­set­ans en ekki hef­ur verið upp­lýst ná­kvæm­lega um heilsu­far hans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert