Alvarlegt ástand Hugo Chavez, forseta Venesúela, veldur miklum áhyggjum í landinu. Nicolas Maduro, varaforseti, talaði um afar erfiðan tíma í því sambandi og sakaði óvini Chavez um að standa að baki veikindum forsetans. Chavez er talin þjást af afar alvarlegum sýkingum og öndunarerfiðleikum.
Maduro ávarpaði þjóðina í dag eftir fund með helstu yfirmönnum hersins og embættismannakerfisins í landinu. Hann sagði þetta erfiðustu stundir síðan Chavez gekkst undir aðgerð vegna krabbameins fyrir nærri þremur mánuðum síðan. Komið hafi upp vandkvæði sem valdi því að hann dvelji á sjúkrahúsi.
Þá sagði hann ljóst að skipuð verði nefnd vísindamanna sem muni rannsaka veikindi Chavez og án efa komi þá í ljós að um árás á forsetann hafi verið að ræða. Óvinir forsetans hafi viljað valda honum tjóni.
Ennfremur tilkynnti Maduro um að starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Caracas hafi verið rekinn úr landinu þar sem hann hafi reynt að nálgast viðkvæmda hernaðarlegar upplýsingar.