Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi frá sér stutta yfirlýsingu í kvöld þar sem fram kemur að Bandaríkin séu áhugasöm um uppbyggileg framtíðartengsl við Venesúela eftir andlát Hugo Chavez, forseta landsins, en Chavez hafði lengið haft horn í síðu Bandaríkjanna.
„Nú þegar íbúar Venesúela hefja nýjan kafla í sögu landsins munu Bandaríkin halda í heiðri þá stefnu að lýðræðið sé grundvallaratriði.“