Þjóðarsorg í Venesúela

00:00
00:00

Búið er að lýsa yfir sjö daga þjóðarsorg í Venesúela vegna and­láts for­seta lands­ins, Hugos Chavez. Greint var frá því í gær að hann hefði lát­ist 58 ára að aldri. Hann hafði verið for­seti Venesúela í 14 ár.

Mörg hundruð stuðnings­manna Chavez­ar voru á göt­um höfuðborg­ar­inn­ar Caracas til að minn­ast leiðtog­ans. Chavez hafði háð harða bar­áttu við krabba­mein í rúmt ár.

Í um­fjöll­un á vef breska rík­is­út­varps­ins kem­ur fram að Chavez, sem lýsti sjálf­um sér sem bylt­ing­arsinna, hafi verið mjög um­deild­ur í Venesúela og um all­an heim. Hann var harður and­stæðing­ur Banda­ríkj­anna og var mik­il inn­blást­ur fyr­ir vinstri­menn í Rómönsku-Am­er­íku sem hafa á und­an­förn­um árum sótt í sig veðrið.

Líki Chavez verður fylgt að her­skól­an­um í Caracas þar sem það mun hvíla fram á föstu­dag þegar op­in­ber út­för fer fram. Öllum skól­um í land­inu hef­ur verið lokað í eina viku.

Stuðningsmenn Chavezar fjölmenntu á götum Caracas til að syrja fráfall …
Stuðnings­menn Chavez­ar fjöl­menntu á göt­um Caracas til að syrja frá­fall for­set­ans. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert