Dyr kjarnorkuversins opnaðar

Fyrir tveimur árum reið flóðbylgja yfir stórt svæði í Japan og tók um 19 þúsund mannslíf. Í kjölfarið kom leki að kjarnorkuveri í Fukushima. Nú hafa dyr versins loks verið opnaðar.

Fyrirtækið TEPCO sem á og rekur hið laskaða kjarnorkuver leyfði blaðamönnum að heimsækja verið og sjá hvernig þar er nú umhorfs.

Afleiðingar lekans voru gífurlegar. Þúsundir fjölskyldna þurftu að yfirgefa heimili sín og hafa ekki fengið að snúa aftur. Ólíklegt er að þær fái að gera það nokkru sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert