Lík Chavez verður smurt

Þjóðarsorg ríkir í Venesúela og ljóst að margir fagna því …
Þjóðarsorg ríkir í Venesúela og ljóst að margir fagna því að geta til huggunar virt smurt lík leiðtogans Chavez fyrir sér um ókomna tíð. AFP

Hugo Chavez mun á næst­unni bæt­ast í fé­lags­skap ekki ómerk­ari manna en Jós­efs Stalíns, Ho Chi Minh og Mao Zedong þegar lík hans verður smurt og það varðveitt í glerk­istu „til ei­lífðarnóns“. Varðveisla á líki hans mun að mati sér­fræðinga fylla upp í ákveðið póli­tískt tóm eft­ir dauða hans að mati sér­fræðinga.

Það var póli­tísk­ur arftaki Chavez, vara­for­set­inn Nicolas Maduro, sem til­kynnti í dag að ákveðið hefði verið að smyrja leiðtog­ann fallna „rétt eins og Ho Chi Minh, Len­in og Mao“. Chavez lést á þriðju­dag, 58 ára aldri, eft­ir um tveggja ára bar­áttu við krabba­mein.

Gerður ódauðleg­ur

Mark­miðið með því að varðveita lík for­set­ans er að tryggja að hinn s.k. „Chavismi“ viðhald­ist í Venesúela, með áfram­hald­andi stjórn­ar­fari byggðu á vinst­ris­innaðri hug­mynda­fræði for­set­ans og bylt­ing­ar­leiðtog­ans Chavez. Þetta seg­ir Juan Car­los Tri­vino, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Pom­peu Fabra-há­skóla í Barcelona.

Hann seg­ir að nær­vera Chavez hafi vofað yfir og allt um kring í Venesúela. „Íbúar Venesúela eru að missa afar sterk­an karakt­er í þjóðarsál­inni með frá­falli hans. Með því að smyrja líkið er hægt að varðveita efnið og þannig viðhalda ákveðinni ná­lægð hans.“ Chavez verði þannig að vissu leyti gerður ódauðleg­ur og hug­mynda­fræði hans um leið.

Til stend­ur að líkið verði til sýn­is í fyr­ir­huguðu Bylt­ing­arsafni. Ákveðinn þrýst­ing­ur er þó meðal al­menn­ings um að Chavez muni, þegar fram í sæk­ir, liggja við hlið suður­am­er­ísku sjálf­stæðis­hetj­unn­ar Simon Boli­v­ar, sem Chavez vísaði oft til sem fyr­ir­mynd­ar sinn­ar og inn­blást­urs.

Per­sónu­dýrk­un hent­ar ein­ræðinu

Al­gengt er í ein­ræðis­ríkj­um að magna upp per­sónu­dýrk­un á leiðtog­an­um til að tryggja lög­mæti stjórn­valda. Líksmurn­ing er ein aðferð til að viðhalda per­sónu­dýrk­un­inni út yfir gröf og dauða, seg­ir Jós­ef Cheng, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Hong Kong-há­skóla.

„Með per­sónu­dýrk­un er hægt að búa til alls kon­ar mýt­ur til að styrkja fólk í trúnni á ríkj­andi stjórn­völd og viðhalda völd­um þeirra,“ seg­ir Cheng. „Það hjálp­ar ein­ræðis­stjórn­um að gefa stjórn­mál­um dul­ar­full­an blæ.“

Í Norður-Kór­eu má sem dæmi virða fyr­ir sér lík Kim Il-Sung, hins „mikla leiðtoga“ í risa­stóru glergraf­hýsi und­ir sterku kast­ljósi í for­seta­höll­inni í útjaðri Pyonyang. 

Líkið sprautað fullt og smurt vaxi

Líksmurn­ing­in sjálf er fjarri því ein­falt ferli, ef marka má franska rétt­ar­lækn­is- og sagn­fræðing­inn Phil­ippe Charlier. „Lík­amann­um er haldið við nán­ast í heilu lagi með því að sprauta það fullt af formalíni, sótt­hreins­un­ar­efni og efn­um til að halda lík­ams­vefj­un­um þurr­um og síðan er líkið þakið vaxi.“

Þannig er hægt að halda lík­inu sam­an og koma í veg fyr­ir rotn­un, en þar sem það er til sýn­is sem tákn­mynd þarf líka að gæta þess að svip­ur leiðtog­ans hald­ist friðsæll og fal­leg­ur.

Rúss­nesk sérþekk­ing í líksmurn­ingu

Helstu sér­fræðinga heims í líksmurn­ingu er að finna í Rússlandi enda hafa þeir þurft að vinna hörðum hönd­um að því að viðhalda lík­um Stalíns og Leníns und­an­farna ára­tugi.

Lík Leníns var sem dæmi smurt eft­ir dauða hans árið 1924 og hef­ur all­ar göt­ur síðan verið til sýn­is í graf­hýsi á Rauða torg­inu. Eft­ir­maður hans Stalín var sömu­leiðis smurður eft­ir dauða hans sem bar upp á sömu dag­setn­ingu og dauða Chavez, 5. mars, en að vísu 60 árum fyrr árið 1953.

Rúss­nesku sér­fræðing­arn­ir hafa einnig tekið að sér að smyrja lík fleiri komm­ún­ist­a­leiðtoga í Sov­ét­ríkj­un­um fyrr­ver­andi, t.d. hins búlgarska Georgi Dimitrov árið 1949, auk líks Kim Il-Sung árið 1994.

Lík Jósefs Stalíns var smurt eftir dauða hans.
Lík Jós­efs Stalíns var smurt eft­ir dauða hans. mbl.is
Valdimír Lenín hefur legið smurður til sýnis í grafhýsi sínu …
Valdimír Lenín hef­ur legið smurður til sýn­is í graf­hýsi sínu á Rauða torg­inu síðan 1924.
Ho Chi Minh kommúnistaleiðtogi Víetnam er til sýnis í grafhýsi …
Ho Chi Minh komm­ún­ist­a­leiðtogi Víet­nam er til sýn­is í graf­hýsi í Hanoi.
Þúsundir manna heimsækja lík Mao Zedong á Torgi hins himneska …
Þúsund­ir manna heim­sækja lík Mao Zedong á Torgi hins him­neska friðar á degi hverj­um.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert