Þjóðarleiðtogar mættir til útfarar

Nicolas Maduro, varaforseti Venesúela, verður settur í embætti forseta landsins …
Nicolas Maduro, varaforseti Venesúela, verður settur í embætti forseta landsins í kvöld. AFP

Nokkrir af helstu leiðtogum heims verða viðstaddir útför Hugo Chavez forseta Venesúela í höfuðborginni Karakas í dag.

Venesúelamenn búa sig nú undir líf án leiðtogans.

Hundruð þúsunda manna hafa safnast saman á götum borgarinnar undanfarna daga til að kveðja Chavez.

Útförin mun hefjast kl. 15.30 að íslenskum tíma við herskóla í borginni en þar hefur kista með líki Chavez staðið undanfarna daga. Í kvöld verður varaforseti landsins, Nicolas Maduro, settur í embætti forseta en líklega munu kosningar fara fram í landinu innan 30 daga.

Meðal þeirra sem mættir eru til útfararinnar eru Raul Castro, Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans og Hvítrússinn Alexander Lukashenko.

Hugo Chavez lést á þriðjudag, 58 ára að aldri.

Lík Hugos Chavez til sýnis í herskóla.
Lík Hugos Chavez til sýnis í herskóla. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert