Forsetakosningar í Venesúela 14. apríl

Stuðningsmaður Hugo Chavez syrgir.
Stuðningsmaður Hugo Chavez syrgir. AFP

Nýr forseti verður kosinn í Venesúela 14. apríl. Hugo Chavez, sem endurkjörinn var forseti á síðasta ári, lést á þriðjudag.

Í kvöld tilkynnti ríkisstjórnin að forsetakosningar færu fram í landinu 14. apríl.

Varaforseti landsins, Nicolas Maduro, var settur forseti í gær eftir útför Chavez.

Stjórnarandstaðan í landinu hefur þegar sameinast um forsetaefni. Það er Henrique Capriles, ríkisstjóri í Miranda-ríki. Sá var einnig höfuðandstæðingur Chavez í kosningunum í október í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert