Enn finnst hrossakjöt í lasagna

Úr stórmarkaði í Evrópu.
Úr stórmarkaði í Evrópu. AFP

Hrossakjötshneykslið, sem teygt hefur anga sína um víða veröld, virðist engan enda ætla að taka, en í gær tilkynnti matvælaeftirlitið í Noregi um að frosið lasagna frá fyrirtækinu Coop, sem framleitt er í Noregi, innihéldi hrossakjöt, þrátt fyrir að í innihaldslýsingu segi að það innihaldi nautakjöt.

Hlutfall hrossakjöts í þessu tiltekna lasagna reyndist vera allt að 5% eftir DNA-próf matvælaeftirlitsins.

Áður hafði Coop í Noregi lofað að fjarlægja allt frosið lasagna úr hillum verslana, en áður hefur greinst hrossakjöt í vörum fyrirtækisins. Talsmaður Coop segir í samtali við Aftenposten að um mannleg mistök hljóti að vera að ræða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka