Nýr páfi kjörinn

Hvítur reykur liðaðist upp úr reykháfinum laust eftir kl. 18 …
Hvítur reykur liðaðist upp úr reykháfinum laust eftir kl. 18 í dag. ALBERTO PIZZOLI

Hvítur reykur liðaðist upp úr reykháfi Sixtinskukapellunni í Vatíkaninu um kl. 18 í dag. Þar með er ljóst að nýr páfi hefur verið kjörinn og tekur hann við embætti af Benedikt XVI. sem sagði óvænt af sér embætti í síðasta mánuði. Tilkynnt verður á næstu mínútum hver hinn nýi páfi er.

Eftir að hvítur reykur liðaðist upp úr reykháfinum fóru kirkjuklukkur í Páfagarði að hringja. Þúsundir manna hafa beðið á Péturstorgi í Rom í dag. Mikill fögnuður braust út þegar fólk gerði sér grein fyrir að reykurinn úr reykháfinum var hvítur.

Kardínálarnir 115 sem velja páfa kusu tvisvar í gær og tvisvar í morgun. Þeir greiddu síðan atkvæði tvisvar síðdegis og fékkst þá fram niðurstaða í páfakjöri. Nýr páfi þarf að fá hið minnsta 2/3 atkvæða eða 77 atkvæði.

Árið 1978 þegar Jóhannes Páll II. var valinn páfi kusu kardínálarnir átta sinnum áður en niðurstaðan lá fyrir. Árið 2005, þegar Benedikt XVI. var kjörinn, fékkst niðurstaða í fjórðu atkvæðagreiðslunni

Þúsundir manna eru á Péturstorginu í Róm.
Þúsundir manna eru á Péturstorginu í Róm. FILIPPO MONTEFORTE
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka